Fyrsta myndin

lilli

Fékk þessa senda í símann minn og veit svo sem ekkert hvernig hún kemur út. Prinsinn

með opin augun, loksins.Sleeping


Þvílíkur prins !

Fékk loksins að sjá litla prinsinn hennar Írisar, myndar drengur en óttalega sybbinn. Hann vill helst bara sofa og soga og nennir ekki að opna augun fyrir nýju veröldinni. En sætur var hann. Fórum með Jökul með okkur seinni partinn að hitta litla bró en hann var svo sem ekkert sérstaklega imponeraður yfir viðbótinni við fjölskylduna.  Hann er kannski orðinn dálítið ruglaður á þessu enda ekki nema ca 3 vikur síðan hann eignaðist litla systir. Jökull fékk að sofa í Andra herbergi þannig að afi og amma fengu nokkuð rólega nótt. Að vísu vaknaði hann einu sini í nótt grátandi en afi fór með honum inn í rúm og svæfði hann. Jökull mundi ekkert eftir þessu í morgun.

Þvílík eindæma veðurblíða kallaði á ljósu jakkafötin í morgun og Jökull fór í stuttar buxur og við vorum ekkert smá flottir strákarnir þegar við mættum í leikskólann, held að fóstrurnar hafi sent okkur báðum aðdáunarauga. Jökull fékk þennan fína morgunmat en ég hef enn ekkert fengið .. Sick

Síðasti vinnudagurin í dag áður en við förum í frí sem að vísu er ekki nema 1 vika. Ætlum að halda út á land, eitthvert sem nefið snýr og sólin er. Förum að öllum líkindum með Siggu og Sævari og Ingu og Hjálmari. Ætli við leggjum ekki í hann á sunnudag en þá verður Íris komin heim og búin að koma sér fyrir með lillann. Mig langar dálítið að fara á strandirnar eins langt og maður kemst og ganga svo þaðan í allar áttir. Kannski með litlu flugustöngina mína á bakpokanum prófandi sprænur og vötn á leiðinni. Þvílík sæla. Færandi björg í bú, grillandi silung á kvöldin eða búa til sasimi úr honum.

Ætlum að gista í tjaldinu okkar og því viðbúið að við verðum fyrir aðkasti þeirra sem eru með íbúðirnar með sér í eftirdragi. Ekkert mál, set bara upp mörke briller. Þeir spá góðu veðri hér á vestur hlutanum út vikuna þannig að því miður verða austfirðir að bíða betri tíma.

Ætlum að njóta helgarinnar með uppáhaldinu okkar, Jökli og fara í sund, húsdýragarðinn, fá okkur ís o.s.frv. Hann er bara æðislegur.

 


Nýr afastrákur fæddur !

Um klukkan 8 í gærkveldi leit sætur lítill strákur heimninn í fyrsta skipti þegar Íris fæddi son. Það hafði gengið heldur treglega og tekið lungað úr sólahring. Ég hef ekki enn séð hann og bíð spenntur eftir að fá að kíkja W00t

Við vorum með Jökul á meðan og hann svaf hjá okkur í nótt. Það er svo langt síðan hann hefur sofið hjá okkur að við ákváðum að hann fengi að sofa milli afa og ömmu bara til að finna litla líkamann hjá sér. Hins vegar virtist þessi " litli " líkami vera mun stærri og hann virtist vera með margar hendur og fætur því mér fannst annað hvort alltaf vera í nefinu á mér, magnaum á mér eða á þar af verri stöðum. Á endanum flutti ég mig yfir í Andra rúm sem enn er hjá okkur  til að þau fengju meira pláss. Hann Jökull er hins vegar svo mikið fyrir snertinguna að hann var upp við ömmu alla nóttina og því sváfum við kannski ekkert sérstaklega mikið. En, allt í góðu, það er svo gott að hafa þennan litla dýrðling. Talandi um hann, Jökull var í fréttunum á Stöð 2 í gærkveldi og var tekið viðtal við hann. Þeir sem vilja sjá þetta geta farið inn á visir.is, svo á vefsjónvarp og skoðað þar fréttina um leikskólann hans. Hann var algjör töffari.

Í öllu þessum látum fór ég svo að veiða seinni partinn í Elliðaánum og við Steini lönduðum sitt hvorum laxinum á stöngina. Allir aðrir sem við hittum fengu engan lax þannig að við erum mjög sáttir. 

Íris kemur heim að öllum líkindum heim á laugardag þannig að útilega sem við ætluðum í með Fóstbræðrum dettur upp fyrir. Ég ætla sko að fá að halda á lillanum mínum.

 


Spennan í hámarki

Fékk Írisi og Jökul í mat í gær og grillaði steinbít og lax. Hann var orðinn dálítið þreittur lillinn eftir heilan dag á leikskólanum þannig að þau fóru snemma heim. Íris fékk svo smá verki og blæddi hjá henni þannig að hún fór á meðgöngudeildina í gærkveldi og nú bíðum við öll spennt eftir nýja barnabarninu Smile. Hún verður sett af stað á morgun ef ekkert gerist. Kíkti á hana áðan og heni leiðist að liggja, surprise ,,, eða þannig.

Bíð líka spenntur eftir að fá Önnu en hún kemur með flugi frá Ísafirði í kvöld.

 

Kannski fæ ég nýtt barnabarn og Önnu mína á sama tíma .....


Einmanna helgi

Þá er helgin búin að þrátt fyrir að það sé alveg ágætt að vera stundum einn, geta farið að veiða þegar maður vill, fengið sér sushi og horft á ævintýra myndir, þá saknaði ég krullunnar minnar. Ég bauð Guðbirni vini mínum í mat á föstudagskveldið og var með lax í forrétt og lamda ribeye í aðalrétt og með þessu dýrindis vín. Meiriháttar matur.

Við fórum svo snemma á laugardagsmorgun á Snæfellsnesið og skoðuðum þar nokkur vötn. Fórum fyrst í Hítarvatn en leist ekki á blikuna þar, margir búnir að reyna án árangurs og skoðuðum því næst Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn. Feiki stór vötn sem við eigum örugglega eftir að prófa seinna. við enduðum heins vegar yfirferðina í Hraunsfirðinum og gegngum yfir hraunið. Þar var bleikja út um allt að vaka og bylta sér en var treg að taka. Ég var reyndar nánast sá eini sem náði í nokkrar bleikjur. en þetta var yndislega stund, blíðskapar veður og ægifögur náttúra. Flakaði bleikjurnar þegar ég kom heim og ætla að gefa tengdamömmu  flökin. Hún elskar silung.

Rólegur dagur í gær, sund o.s.frv. Anna hringdi í mig frá Hornströndum en þá hafði hún gengið á þvílíkt fjall sem heitir Darrinn eingöngu til að hringja í mig, að ég held. Virkilega gaman að heyra í henni og allt gekk vel hjá þeim. Hún kemur á þriðjudagskvöldið.

Fer að veiða í elliðaánum á miðvikudag Smile

 


Laxveiðin

Var að koma úr Elliðaánum og við fengum 2 laxa á stöngina okkar sem er býsna gott þar sem hinar 3 stangirnar voru með 2 laxa samanlagt og það hafa verið að koma 1-2 laxar upp á dag undanfarið ! Við Rikki erum náttúrulega lang bestir Wink

Er að spá í að plata Guðbjörn eitthvað í veiði á morgun, kannski Hítarvatn eða Hraunsfjörðinn á Snæfellsnesi. Fer eftir veðri.

Fékk mér sushi í matinn í gær með hvítvíni og var að nýta mér það að Anna er ekkert sérlega hrifin af sushi. Æðislegt. Nautakjöt í kvöld með bernaise o.s.frv.

Góða helgi !


Kærleikurinn

Í gærkveldi hittum við kærleikshópinn okkar og áttum yndislega stund.  Ég ætla svo sem ekki að segja meira frá þessum 10 manna hópi en aumingja þeir sem eiga ekki slíkan hóp að InLove

Anna er að fara frá mér, að vísu bara í nokkra daga en hún er að fara á Hornstrandir með Maríu Björk vinkonu okkar og stórfjölsyldu hennar. Þau eru ættuð úr Aðalvík og eiga þar yndislegt afdrep og fara alltaf einu sinni á ári til að vinda ofan af sér og njóta rólegrar og fallegrar náttúru. Anna ætlaði að taka rútu á Brú og hitta þar Maríu og fara með henni þaðan og til Ísafjarðar. sömu leið til baka, margra margra klukkutíma keyrsla. Svo ákvað hún bara að taka flug fram og til baka til Ísafjarðar, snilld ! Er að fara núna á eftir í hádeginu.

Og ég bara einn heima og læta mér leiðast,,,,, eða þannig. Nei nú skulu aldeilis teknar upp veiðigræjurnar og tíminn nýttur til hins ítrasta með félögunum við veiðar hér og þar. Er mjög lítið búinn að stunda veiðarnar þetta sumarið og nú skal bætt úr því. Byrja meira að segja í fyrramálið kl 7 í Elliðaánum og veiði fram til kl. 1.

Gaman !!


Ég er ekki iðnaðarmaður

Ég viðurkenni það hér og nú að iðnaðarmaður er ég ekki í húð og hár og þá alls ekki flísalagningamaður.  Sérkennileg vinna sem ég skil ekki að nokkur skuli nenna að gera. Að vísu má segja að þetta hafi verið óvenju erfitt þar sem allt lagðist á eitt.

Flísarnar voru í eins leiðinlegri í stærð og hægt var þ.e. 60x30 cm og því erfitt að fá vélar til að skera þær og á endanum þurfti ég að láta skera hluta af þeim. Þegar ég loks var búinn að troða þeim á en vegna stærða flísanna þá voru allar ójöfnur á gólfinu erfiðar svo ekki sé talað um hornskekkjur o.s.frv. , þá fór ég að skella fúgunum í sem átti að vera minnsta málið en nei,,. Íris ákvað að nota 1mm krossa á milli flísa sem gerði þvílíkt erfitt að koma þeim í og láta þær haldast þar. Núna vantar framan á nokkra putta hjá mér, skítur undir nöglunum sem tekur mánuði að ná í burtu og hnén og bakið í molum eftir að baksa við þetta litla gólf. Á eftir að fínisera kverkar og þess háttar með kítti og þá opnum við kamapavínið Shocking

Sum sagt, ég skal syngja fyrir ykkur og dansa en næst þegar ég þarf að gera svona nokkuð þá kaupi ég mér iðnaðarmann !


Herleg helgi

Vá ! Sit við skrifborðið mitt og flestir stungnir af úr vinnunni og er orðinn verulega þyrstur. Styttist í að ég sting af og fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heimer að skella mér í stuttar, út í garð og opna einn ískaldan Heineken !

Jibbí ! 

Við hjónakornin vorum búin að að ákveða að vera heima um helgina í fyrsta skipti í nokkrar vikur en svo var verið að bjóða okkur í gullfallegan bústað með öllu og frábæru fólki þannig að ,,, við verðum ekki heima. Er að fá Írisi og Jökul í mat í kvöld, höfum ekki séð lillann okkar í 2 vikur og hlakkar okkur mikið til.

Íris fór í morgun á spítalann til þess að láta snúa barninu þar sem það sneri öfugt inni í henni. Henni kveið mikið fyrir og reyndi aftir bestu getu að tala við lillann/lilluna og biðja það um að snúa sér sjálft enda heldur óskemmtileg aðgerð. Þegar hún mætti á spítalann kom í ljós að barnið var búið að snúa sér sjálft um nóttin, bílífitornot ! Hún labbaði því brosandi út og fór í sólbað. Manni vöknar nú um augun að heyra svona nokkuð. Ef þetta verður ekki þægasta barn í heimi þá veit ég ekki hvað. Ekki svo sem langt að sækja það ( afi hvað ) 

Eigið þið öll yndislega helgi í þessu frábæra veðri Cool


Flís við rass

Fór í Húsasmiðjuna áðan, beint í tækjaleiguna og skoðaði úrvalið. Það var til flísasög af stærstu gerð sem myndi duga fyrir stóru flísarnar hjá Írisi ( 80 cm x 30 cm ) en hún var hálf biluð. Sá það um leið og svo sögðu þeir mér frá því. Leigði mér físaskera, miðstærð, og ætla að ráðast í verkið á eftir. Fæ einnig lánað hjá Steina slípirokk því það er hægt að redda sér með slíku tæki inn á milli. Náði mér svo í  meitil, ónýtt sporjárn og tvær sagir til að koma niðurfallinu niður því ég þarf eitthvað að höggva fyrir því.  Djöfull verð ég flottur ! Þeir hjá Húsasmiðjunni eru farnir að þekkja mig og það veitir mér öryggiskennd, finnst eins og ég kunni hlutina.

Held ég ætli að vera heima hjá mér um helgina í fyrsta sinn í margar vikur. Þeir spá flottu veðri og ef einhver þarna úti er með góðar hugmyndir þá er ég til W00t 

Í flísunum verð ég ferlega góður,

um flísalögn orðinn er frekar fróður

með alls kyns tæki ég fram á við sæki

og hamast eins og væri ég óður.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband