2.4.2008 | 09:33
Hafnarfjarðarbrandari
Leikur atvinnubístjóra er að verða eins og einn langur hafnarfjarðarbrandari, má ekki milli sjá hvor er leiðinlegri. Nú er kominn nýr talsmaður þeirra, einhver Ágúst sem virðist alveg jafn gáfaður og sá síðasti. " Ágúst segir að þrátt fyrir lokun í báðar áttir hafi bílstjórarnir hleypt neyðarumferð í gegn enda beinist ekki aðgerðir bílstjóra gegn þeim " Sem sagt, þessar heimskulegu aðgerðir beinast ekki gegn neyðarumferð heldur bara allri annari umferð, öllum öðrum vegfarendum. Ekki Ríkistjórninni, neeeeí, bara öðrum saklausum bílstjórum. Getur verið að það sé lokað í báðar áttir í ákveðnu líffæri þessara manna ?
Hvað ætla þessir menn að segja við ættingja mannsins sem hafði fengið hjartaáfall ef þessi töf hefur haft áhrif ? Í slíkum tilfellum skiptir hver sekúnda máli og þaðp tekur sko sinn tíma að færa slíkar bifreiðar frá til að helypa í gegn.
Svo er Ágúst hissa á því að þingmenn skuli ekki standa upp og styðja þessar hættulegu og ólöglegu aðfarir. Hvað get ég sagt ???
En þeir eru rétt að byrja segir þessi Hrói Höttur nútímans og nú þegar þeir hafa lagt vindmyllur Hafnfirðinga að velli má búast við því að Breiðhyltingar fái að kenna á því næst.
Viva la liberty, viva la stupidity !
Mestu tafir hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Addi. Til að ná athygli þarf að rugga bátnum. Einhverra hluta vegna held ég að þetta skili meiri árangri en margt annað. Ég legg þó til að þeir gangi einu skrefi lengra og sturti skít eða öðrum óhróðri fyrir framan alþingishúsið, svona til að hleypa smá lifi í þetta.
Þú ættir að styðja þá því með þessum mótmælum eru þeir einnig að knýja það fram að áfengi hækki ekki. Eldsneytisverðið ríkur beint inn í kostnað, því það þarf jú að flytja veigarnar innanlands, eða?
Eru menn annars ekki bara kátir
Heiðar Birnir, 2.4.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.