Sjálfstætt lófatak

Var að reyna að horfa á ræðu Davíðs á Landsfundi Sjálfstæðismanna en það varð mér algerlega um megn. Maðurinn hlítur einhvers staðar að hafa beygt út af veginum án þess að hafa  tekið eftir því enda málflutningurinn, heiftin og sér í lagi hefndarþorstinn með ólíkindum.

Sérstakast þótti mér þó dynjandi lófatak, hlátur og húrrahróp landsfundagesta.  Getur verið að þetta hafi verið dubbað þ.e. sett inn eftirá ? Ég bara trúi ekki öðru því ég veit fyrir víst að þarna í salnum var fullt af frambærilegu fólki með sjálfstæðar skoðanir.

Ég segi bara O.M.G !Sick


Nóg að gera

Að venju var helgin fjörug og í nógu að snúast.  Fengum Maríu Björk og Ingva Hrannar í mat á föstudagskveldið og það var verulega ljúf kvöldstund. Mikið spjallð um heima og geyma. Skóli á laugardag og svo kom snúllinn hann Úlfar til okkar og ætlaði að sofa hjá ömmu og afa. Það var nú ekki málið og hann veifaði pabba og mömmu bara bless eins og ekkert væri. Og þvílíkur ljúflingur !

Hann var settur í ferðarúmið kl. rúmlega átta, breitt yfir hann og málið dautt. Hann bara steinsofnaði og vaknaði ekki fyrri en 12 tímum seinna ! Að vísu var þvílíkt brambolt í honum og hóst og það nægði náttúrulega til þess að amma og afi sváfu ekki nema hálfa nóttina. Svo bara biðum við eftir því um morguninn að hann vaknaði til að geta knúsað hann InLove

Anna fór að syngja einsöng (tvísöng) í Kristkirkju með Guðnýju vinkonu sinni á sunnudagsmorguninn, heimsókn með Úlla upp í Mosó til langafa og langömmu, göngutúr í góða veðrinu eftir að hann var farinn heim og fundur á sunnudagskvöldið.

Sem sagt bíssí bissí bissí.

Verður líka nóg að gera þessa vikuna, skil á verkefni fyrir laugardag (heavy ), reyna að smíða veiðistöng, upptaka á geisladiski með oktettinum mínum og svo er ég einn í vinnunni þar sem hinir 2 eru á vínsýningum á Ítalíu alla vikuna.

Jabbs ! 


Ra

Ra er í essinu sínu þessa stundina og í gærkveldi settist ég út í garð þegar ég kom heim og sat þar í 3 kortér og naut þess sem Ra bauð upp á. Það er að segja sólarinnar. Fékk mér 2 ískalda bjóra, setti upp sólgleraugun og stóð í þeirri trú að vorið væri komið. Held ég hafi jafnvel fengið smá lit í andlitið en það var nánast það eina sem var bert á mér, hitt var allt dúðað í flís og teppi.Cool

Ef maður trúir nógu heitt getur maður sannfærst. Burtséð frá sannleikanum sjálfum. Það er jú fjandi kalt Crying

Fæ að hafa eitthvað af barnabörnunum mínum aðra nótt og það er baaaara yndislegt. Amma ætlar að vísu að syngja í messu í Kristkirkju á sunnudagsmorgunn en við strákarnir horfum bara á barnaefnið á meðan eða förum með ömmu í kirkjuna.

Ætla mér að fara aftur á vit Ras þegar ég kem heim og skella kannski í örfáa ískalda Heineken (sem ég geymi n.b. úti ) og grilla svínakamb.

Já svei mér ef ég er ekki að komast í sumarskap ...


Sjálfhverfni

Mikið afskaplega getur fólk sem er sjálfselskt og sjálfhverft farið í taugarnar á mér. Hjá sumum snýst lífið bara um einn punkt, það sjálft og allt lýtur að því. Mér finnst, ég tel, þetta er ömurlegt af því að ég segi það o.s.frv. Það versta í þessu er að þetta fólk gerir sér ekkert grein fyrir að það sé svona og getur alltaf réttlætt allar sínar skoðanir og hugsanir fyrir sjálfum sér.

Ofboðið ?

Ég er aldeilis hræddur um að ég hafi ofboðið ykkur með því að halda fram að vorið sé kom. Tek þetta hér með aftur og býð Vetur konung velkominn á ný. -15° framundan..veit einhver um ódýra ferð til Spánar ?

Annars erum við að öllum líkindum að fara austur til Egilsstaða um páska, verður vafalítið skírn.

 Meira um það síðar.

 


Vorboðinn

addi syng

Sannlega segi ég yður, vorið er á næsta leiti Blush


Dýrðlingarnir

Ég var að passa 2 lítil börn á laugardagskvöldið, Úlfar sem er 18 mánaða og Heklu sem er 2ja mánaða.  Mamma og Pabbi fóru á árshátíð. Þau voru bara yndisleg, Úlfar fór bara upp í rúm kl. 8 og sofbnaðui eftir smá tíma og lillan sofnaði í stólnum sínum stuttu seinna. Ég bara brosti mínu breiðasta og sendi sms í allar áttir til að monta mig. Svo vaknaði lilla og grét svo hátt að Úlfar vaknaði líka og ég tvísteig með hana í fanginu og Úlfar grátandi í rúminu sínu og vissi ekki mitt rjúkandi ráð.

Þá hringdi síminn og í honum var nágrannakona mín að segja mér að þakglugginn á baðinu hjá mér hafði fokið upp og skelltist fram og aftur. Snjókoman og rigningin áttu því greiða leið inn í íbúðina. Nú voru góð ráð dýr, Anna á Óperunni, foreldrarnir á perunni ( kannski ekki Íris Wink) og ég tvístígandi með 2 litla engla. Sem betur fer náði ég í Írisi sem hringdi í mömmu sína og hún kom og tók við af mér. Ég brunaði heim á leið og bjóst við að sjá íbúðina í rúst og vatn rennandi niður tröppurnar. En nei, það var bara allt í lagi nema það var opið upp til Sússa sem hefur örugglega séð til þess að ekkert kom fyrir. Ég náði að loka glugganum sem var stráheill og batt hann rækilega niður í rokinu.

Svo kíkti ég í heimsókn til Emmu okkar á sunnudeginum eftir að hafa hlustað á Kristján Jóhannson syngja 2 lög í Bústaðakirkju. Flottur karlinn.

Þannig var ég umvafinn dýrðlingum þesa helgi Halo

 


Sjálfstæð hugsun ?

Hvernig má það vera að flokkurinn sem fyrst og fremst kom okkur Íslendingum á kaldan klaka með frjálslyndis sjónarmiðum, trausti á þá unglinga sem þeir fólu í hendur allt fjármálakerfi Íslands og ekkert eftirlit með þeim skuli enn í dag vera stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. 

Halló Íslendingar, er ekki allt í lagi ??


Helgin

Á frí í kvöld, ætla bara að búa til einhvern góðan kjúklingarétt handa okkur Önnu og drekka smá vín með. Ætla samt fyrst í heimsókn í Selvaðið að sjá litlu kjúklingana mína á eftir.

Skólinn í fyrramálið og heimsókn í Borgarleikhúsið vegna lokaverkefnis. Síðan ætla ég að passa litla prinsessu sem heitir Hekla Guðbjörg á laugardagskvöldið.InLove Aleinn því Anna er að fara í Óperuna.

Sunnudagurinn verður svo vafalítið notaður í útivist og hugsanlega að hitta góða vini Smile

Chiao for now og góða helgi.


Framhaldsnudd

Fór aftur í morgun og er á lífi. Nú er doðinn farinn að færast um allan líkamann, hugsanlega eru þetta samt venjulegir verkir. Held þeir hafi hugsanlega misskilið mig þegar ég sagði þeim frá doðanum og ég vildi losna við hann því hugsanlega eru þeir að reyna að koma honum út um allan líkamann. Veit ekki. Ég er með svo mörg nálargöt að ég held ég sé farinn að leka. Ég þori í það minnsta ekki að drekka of mikið. Næsti tími er á mánudagsmorgun.

Setti hér inn mynd af þeim fallegur frænkum Heklu og emmu þegar þær hittust í fyrsta sinni í gær. er til eitthvað yndislegra ?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband